Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Sigurður Ingi Jóhannsson, nýr inn­viða­ráð­herra, kynntu í dag nýjan stjórnar­sátt­mála ríkis­stjórnarinnar.

Katrín sagði að eftir af­gerandi niður­stöðu kosninganna hafi verið á­kveðið að vinna saman og að þau hafi í kjöl­farið hafið sína vinnu við það að gera nýjan stjórnar­sátt­mála.

Hún sagði sátt­málann snúast um þær stóru á­skoranir sem eru fram undan og nefndi þar þrennt, sem eru lofts­lags­vá og um­hverfis­mál, heil­brigðis­mál og öldrunar­mál og tækni­breytingar.

„Þjóðin er að eldast,“ sagði Katrín og að þjóðin hafi fundið það ræki­lega undan­farin misseri hversu miklu máli þetta skiptir að heil­brigðis­málin séu í lagi.

„Þetta eru stóru á­skoranirnar,“ sagði Katrín að undan­farið hafi reynt mjög á efna­hags- og fjár­mál og að mark­mið þeirra væri að vaxa á­fram og að halda á­fram á þeirri braut sem þau eru fyrir á­fram­haldandi vel­sæld.

Að því loknu fór Katrín yfir þær breytingar sem hafa verið skipu­lagðar í stjórnar­ráðinu en ráð­herra­skipan flokkanna má kynna sér betur hér að neðan.

Bjarni Bene­dikts­son tók undir það sem Katrín sagði um af­gerandi niður­stöðu kosninganna og að þau hafi gefið sér góðan tíma til að fara yfir það hvernig þau ætli að vinna saman að þeim verk­efnum sem eru fram undan og nefndi staf­rænar breytingar og annað.

„Við trúum því með breytingum getum við náð utan um helstu við­fangs­efnin,“ sagði Bjarni á fundinum í dag.

Sigurður Ingi tók einnig undir orð for­mannanna og sagði að sátt­málinn væri auð­lesin og gott plagg. Hann sagði að hann væri byggður á bæði þeirri reynslu sem þau hafa í sínu stjórnar­sam­starfi byggt upp og þeim á­skorunum sem eru fram undan. Þá fór hann yfir þau verk­efni sem eru fram undan í þeim ráðu­neytum sem féllu flokk hans í skaut, eins og heil­brigðis­mál og skóla- og barna­mál.

Kynning flokkanna stendur enn yfir og verður nánar fjallað um stjórnar­sátt­málann á vef Frétta­blaðsins í dag þegar hann hefur verið kynntur.