Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu kl. 11:00 í dag til að kynna breytingar á sóttvarnaraðgerðum vegna þeirra hópsýkinga sem hafa nýlega greinst í samfélaginu.

Á fundinum verða Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.

Þá verða Alma D. Möller landlæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, til svara á fundinum.

Búist er við því að þar verði greint frá hertum samkomu­tak­mörkunum sem muni taka gildi fyrir verslunar­manna­helgi. Sagði Alma Möller land­læknir í kvöld­fréttum RÚV í gær að hún teldi að aftur ætti að koma á tveggja metra reglunni.

Ó­ljóst er þó í hverju til­lögur sótt­varna­læknis felast ná­kvæm­lega. Þær gætu einnig snúið að því að herða að­gerðir við landa­mærin, til dæmis hefur þeim mögu­leika verið velt upp að ferða­menn verði einnig skikkaðir til að við­hafa heim­komu­smit­gát.