Forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson og innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannesson boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan 14.30 í dag.

Á fundinum verður kynnt yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

VR, LÍV – landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks sömdu fyrr í dag við Samtök atvinnulífsins og Starfsgreinasambandið samdi fyrir helgi. Efling á eftir að semja en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins segist bjartsýn að hjólin fari að snúast þegar félagið fari að funda hjá ríkissáttasemjara.