Mál­þingið Staldraðu við – Stöndum saman gegn sjálfs­vígum verður haldið á morgun í til­efni af Al­þjóð­legum for­varnar­degi sjálfs­víga. Meðal mælenda eru Alma Möller, land­læknir, Berg­lind Guð­munds­dóttir, yfir­sál­fræðingur á geð­sviði LSH, og séra Hall­dór Reynis­son frá Nýrri dögun. Einnig verða full­trúar Út­meða með erindi.

Síðast­liðin ára­tug hefur fjöldi sjálfs­víga verið að meðal­tali 39 á ári, flest hjá ein­stak­lingum 30 ára og eldri og eru þau að jafnaði tíðari meðal karla heldur en kvenna sam­kvæmt vef Em­bætti land­læknis. Þrátt fyrir að sjálfs­víg í yngstu aldurs­hópunum séu hlut­falls­lega færri en hjá þeim sem eldri, þá eru sjálfs­víg ein al­gengasta dánar­or­sökin meðal ein­stak­linga á aldrinum 15-29 ára.

Dánartíðni vegna sjálfsvíga.
Mynd/Embætti landlæknis

Alma Möller, land­læknir, kynnir á mál­þinginu að­gerðar­á­ætlun til að fækka sjálfs­vígum en á­ætlunin hófst þann tíunda septem­ber 2018 þegar heil­brigðis­ráð­herra, Svan­dís Svavars­dóttir, sam­þykkti til­lögurnar og hét 25 milljónum króna til að hrinda verk­efnunum hennar í fram­kvæmd.

Sorg­legt að sjá hversu lítil breyting hefur orðið

Að­gerðar­á­ætlunin tekur til fjöl­margra og víð­tækra að­gerða sem ná til bæði al­mennra sam­fé­lags­að­gerða eins og að efla upp­eldis­skil­yrði barna, geð­rækt í skóla­starfi og á­fengis- og vímu­efna­for­varnir, sem og til sér­tækari að­gerða sem beinast að sér­stökum á­hættu­hópum tak­mörkun að­gengis að hættu­legum efnum og að­stæðum.

„Þegar horft er nokkra ára­tugi aftur í tímann er sorg­legt að sjá hversu lítil breyting til hins betra hefur orðið á fjölda þeirra sem svipta sig lífi hér á landi. Þetta er staðan sem blasir við á sama tíma og við höfum náð stór­kost­legum árangri á öðrum sviðum læknis­fræðinnar,“ segir Alma.

Alma Möller, landlæknir.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Flytur erindi um hvernig veita megi syrgj­endum stuðning

Séra Hall­dór Reynis­son frá Nýrri dögun heldur einnig erindi á mál­þinginu um hvernig hægt sé að veita syrgj­endum um­hyggju og stuðning. Hann segir í sam­tali við Frétta­blaðið að sjálfs­víg séu ólík öðrum dauðs­föllum vegna þess að þau gerast yfir­leitt svo snöggt. Að­stand­endur vita oft ekki að eitt­hvað hafi verið að og finna fyrir sektar­kennd í kjöl­farið.

„Fyrst og fremst er mikil­vægt að vera nær, vera til staðar fyrir fólk og hafa frum­kvæði til að hafa sam­band. Allt verður fólki erfitt í þessum sporum,“ segir Hall­dór að­spurður hvernig fólk geti veitt syrgj­endum stuðning. Hann segir fátt vera betra fyrir syrgjandann en að tjá sig.

Séra Halldór Reynisson.
Fréttablaðið/Anton Brink

Mál­þingið fer fram milli 15-17 í húsa­kynnum Decode við Sturlu­götu 8. Kyrrða­stundir í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi verða síðan haldnar í kirkjum víða um land klukkan 20 annað kvöld.