Stjórnvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að umdeild löggjöf sem var samþykkt á þinginu í Indónesíu komi til með að hafa áhrif á aðdráttarafl Indónesíu fyrir ferðamenn.
Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag samþykkti indónesíska þingið umdeilda löggjöf í vikunni sem banna kynlíf utan hjónabands og takmarka pólitískt frelsi.
Lögin eiga að taka gildi árið 2025 en forseti landsins, Joko Widodo, á enn eftir að samþykkja þau.
Talskona áströlsku ríkisstjórnarinnar sagði að ríkisstjórnin væri að skoða löggjöfina og það sama er upp á teningunum hjá bandarísku ríkisstjórninni.
Verði þau samþykkt geta einstaklingar sem stunda kynlíf utan hjónabands verið dæmd til fangelsisvistar.
Um sex milljónir ferðamanna ferðast til eyjunnar Balí í Indónesíu ár hvert, flestir frá Ástralíu.
Breytingarnar koma í kjölfar aukinnar trúarlegrar íhaldssemi í landinu þar sem múslimar eru í meirihluta.
Margir telja lögin mikla hörmung fyrir mannréttindi í landinu og að þau geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustu og fjárfestingar.