Frétta­vaktin ræddi við Þor­björgu Þor­valds­dóttir for­mann Sam­takanna ’78 um bólu­setningar­út­dráttinn og hlut­lausa kyn­skráningu. Hún segir sam­tökin hafa fengið nokkuð af fyrir­spurnum um hvar fólk með hlut­lausa kyn­skráningu félli inn í kerfið og hve­nær þau yrðu vel­komin í bólu­setningu.

„Það skiptir máli að stofnanir, sér­stak­lega opin­berar stofnanir, fé­laga­sam­tök og í rauninni bara allir þættir sam­fé­lagsins muni eftir þessum þriðja flokki. Að það er hægt að vera hvorki karl né kona eða standa ein­hvern veginn utan við þessa kynjat­ví­hyggju,“ segir Þor­björg. „Í lögum er öllum sem safna upp­lýsingum um kyn til dæmis skylt að gera ráð fyrir þessum þriðja val­mögu­leika. Ég held að þetta hafi bara verið pínu­lítið van­hugsað.“

Niður­staðan var sú að fólk sem er hvorki skráð sem karlar eða konur í Þjóð­skrá má velja sér með hvorum hópnum það mætir í bólu­setningu. Þorbjörg segir á­kvörðunina að skipta hópnum svona upp vera skiljan­lega út frá því að konur mættu ekki fá AstraZene­ca en telur það hafa mátt standa betur að málunum.

Hún segist ekki telja þetta vera stór­mál en að það geti þó leitt til þess að ein­hver veigri sér við því að mæta í bólu­setningu. „Þetta er bara hugsunar­leysi, yfir­leitt er enginn slæmur á­setningur að baki. Það þarf bara að minna fólk á og það er eitt af því sem Sam­tökin ‘78 þurfa að gera, að minna fólk á að fjöl­breyti­leikinn er til staðar,“ segir Þorbjörg.