Kynhlutlausa nafnið Kaos hefur verið samþykkt af mannanafnanefnd og bætist inn í nú fjölbreytta flóru af nýjum íslenskum nöfnum sem hafa verið samþykkt. Á byrjun ársins 2021 voru kynhlutlausu nöfnin Frost og Regn samþykkt eftir að lög um kyn­rænt sjálfræði voru samþykkt á Alþingi.

Eiginnafnið Kaos, telst sem kvenkyns eiginnafn og kynhlutlaust og tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Kaoss.

Önnur kvenkyns eiginnöfn sem voru samþykkt eru eftirfarandi:

 • Ingaló
 • Sanný
 • Róma
 • Bertmarí
 • Hrafnrún
 • Estíva
 • Gulla
 • Venedía

Eins voru nokkur karlkyns eiginnöfn samþykkt. Þau eru:

 • Lucas
 • Soren
 • Kuggi
 • Theo
 • Sólarr

Theo er fært á mannanafnaskrá sem ritmynd nafnanna Teó og Theó.

Sólarr hefur unnið sér menningarhelgi

Litið hefur verið svo á að ritháttur Sólarr með -arr endingu sé ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Á 14. öld styttist „langt r“ í bakstöðu í áherslulitlum endingum og eru slík orð rituð með einu r-i í nútímamáli. „Langt r“ kemur hins vegar fyrir í bakstöðu í áhersluatkvæðum í ýmsum orðum, sem dæmi má nefna kjarr og kurr. Nafnið kemur einnig fyrir í alþekktum útgáfum af Eddukvæðum og telst því nafnið hafa unnið sér menningarhelgi og er því samþykkt.

Nafnið Sólarr beygist svo: nf. Sólarr, þf. Sólar, þgf. Sólari, ef. Sólars.