Kyn­ferðis­leg á­reitni er al­þjóð­leg og kerfis­bundin og veikir lýð­ræði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Al­þjóða­þing­manna­sam­bandsins og Evrópu­ráðs­þingsins sem byggð er á viða­mikilli rann­sókn á kynja­mis­munun og kyn­bundnu of­beldi og á­reiti gegn konum í þjóð­þingum í Evrópu. Martin C­hungong, fram­kvæmda­stjóri Al­þjóða­þing­mann­sam­bandsins, kynnti skýrsluna á #met­oo pall­borðs­um­ræðu sem stjórn­mála­flokkar Al­þingis héldu á Grand hóteli í morgun. 

„Málið var út­breiddara en við héldum,“ sagði Martin C­hungong í kynningu sinni á skýrslunni. „Al­gengt er að sópa vanda­málunum undir teppið til að gefa upp þá mynd að ekkert sé að. En það er eitt­hvað að.“ 

Ein af hverjum þremur konum verði fyrir of­beldi 

C­hungong segir mikil­vægt að viður­kenna viður­vist vanda­málsins. „Met­oo hreyfingin vekur at­hygli al­mennings á vanda­málunum og setur þrýsting á alla til að bregðast við. Og við vildum bregðast við með því að nota töl­fræði­gögn en ekki bara sögur.“ 

C­hungong segir að of­beldi gagn­vart konum sé al­þjóð­legt. „Töl­fræðin sannar að ein af hverjum þremur konum verður fyrir of­beldi.“ Skýrslan sýni einnig fram á að enginn vinnu­staður sé til þar sem konur verði ekki fyrir of­beldi. 

Þörf á al­gjörri breytingu í stjórn­mála­menningu 

Rann­sóknin byggir á á könnun sem var gerð með 123 konum sem starfa á þingi, þar með talið 81 þing­konum frá 45 löndum í Evrópu. Í könnunni kom í ljós að 84,2 prósent af þátt­tak­endum töldu sig hafa orðið fyrir and­legu of­beldi, af þeim höfðu 46,9 prósent verið hótað líf­láti og fengið nauðgunar­hótanir.

Niður­stöðurnar sýna enn fremur að yngri konur verði frekar fyrir kyn­ferðis­legri á­reitni. Allt að 77,3 prósent kvenna á þingi undir fer­tugu sögðust hafa fengið sendar kyn­ferðis­legar at­huga­semdir bæði á sam­fé­lags­miðlum og frá sam­starfs­mönnum. Yngri konur eru virkari á sam­fé­lags­miðlum og verða því frekar fyrir á­reiti á netinu heldur en eldri konur. 

C­hungong segir að stjórn­mál séu karl­lægur grund­völlur og að aukin að­sókn kvenna í stjórn­mál hafi á­hrif á fyrri ríkjandi kyn­bundnar venjur (e. gender norms) sem leiði til mót­stöðu karla í valda­stöðum. 

Niður­stöður rann­sóknarinnar sýna að þörf sé á nýjum reglu­­gerðum og refsi­að­gerðum fyrir ger­endur of­beldis og al­gjörri breytingu í stjórn­­mála­­menningu.

Sá tími er liðinn að hægt sé að horfa í kring­um fing­ur sér varðandi mál sem tengja má við #MeT­oo-bylt­ing­una og við...

Posted by Vinstrihreyfingin - grænt framboð on Monday, March 18, 2019