Tals­kona Stíga­móta telur að nú sé hafin #met­oo bylting meðal fram­halds­skóla­nema. Í dag var hún, á­samt öðrum starfs­manni Stíga­móta, á fundi í Mennta­skólanum í Hamra­hlíð þar sem fjöldi nem­enda hefur lýst yfir mikilli ó­á­nægju og reiði með það að þurfa að vera í skóla og í tíma með öðrum nem­endum sem sakaðir hafa verið um kyn­ferðis­legt of­beldi.

Skóla­stjórn­endur funduðu um málið í dag auk þess sem haldinn var fundur með nem­endum en í skólanum hafa verið hengd upp plaköt þar sem spurt er af hverju nem­endur eigi að vera á sama gangi og nauðgarar og nöfn drengja sem sagðir eru nauðgarar skrifuð á spegla á salernum.

„Mér finnst eins og það sé #met­oo í gangi hjá fram­halds­skóla­nemum núna. Sem er mjög tíma­bært. Þegar #met­oo hófst 2017 þá var mikil á­hersla á full­orðið fólk á vinnu­markaði og ég saknaði þess að heyra meira frá yngstu hópunum. Það er því mikil­vægt skref að þau noti nú sínar raddir til að vekja at­hygli á of­beldi sem snertir þau beint,“ segir Steinunn Gyðu- og Guð­jóns­dóttir tals­kona Stíga­móta í sam­tali við Frétta­blaðið.

Þetta blað var hengt upp í MH af nemanda.
Mynd/Aðsend

Meirihluti þolenda og gerenda ungt fólk og börn

Hún bendir á að allt að 70 prósent þeirra sem til þeirra leita vegna kyn­ferðis­of­beldis voru beitt of­beldi fyrir 18 ára aldur.

„Það er því mjög skiljan­legt að mennta­skóla­nemar séu reiðir yfir kyn­ferðis­of­beldi. Það eru þau, fyrst og fremst, sem eru brota­þolar, en líka ger­endur of­beldis,“ segir Steinunn því að meiri­hluti ger­enda eru ungir karl­menn, annað hvort á fram­halds­skóla­aldri eða um tví­tugt.

„Ég held að krafan núna sé sú að allir fram­halds­skólar skilji það að þeir eru með skóla sem eru fullir af brota­þolum kyn­ferðis­of­beldis og þau þurfa að koma til móts við þá,“ segir Steinunn og að það hafi sem dæmi verið há­vær krafa á fundinum í MH að skóla­stjórn­endur mæti nem­endum með skilningi og stuðningi því af­leiðingar kyn­ferðis­of­beldis geti verið víð­tækar, al­var­legar og lang­varandi.

„Þau vilja stuðning við að komast í gegnum sitt nám. En svo verður þetta auð­vitað flóknara þegar gerandinn er með þeim í námi. Svo­leiðis mál höfum við hjá Stíga­mótum verið að fást við í ára­raðir. Stúlkur eða konur sem eru að reyna að komast í gegnum sína skóla­göngu með gerandann alltaf ná­lægt sér.“

Niðurstaða dómsmáls getur ekki verið krafa

Steinunn segir að skólar eigi að geta brugðist við þessum óskum með ýmsum hætti og segir það af og frá að það sé gerð krafa um að ein­hvers konar dómur hafi fallið, eða að málið hafi al­mennt verið tekið fyrir innan réttar­kerfisins.

„Það er af og frá að niður­staða úr dóms­máli eigi að ráða við­brögðum skóla­stjórn­enda því niður­stöðu er lík­lega ekki að vænta fyrr en nem­endur eru út­skrifaðir,“ segir Steinunn og minnir á langan máls­með­ferðar­tíma innan réttar­kerfisins.

„Það á alls ekki að vera krafa að nem­endur fari í gegnum það kerfi svo að skólinn bregðist við,“ segir Steinunn og að það sé hægt að bregðast við með ýmsum hætti en það verði að taka mið af því sem að brota­þolinn óskar, því það geti verið mis­jafnt.

„Það getur verið að falla ekki á mætingu vegna þung­lyndis og á­falla­streitu, eða ósk um breytingu á stunda­töflu eða að koma geranda frá með því ð senda hann í fjar­nám. Þetta fer allt eftir eðli hvers máls og skóla­stjórn­endur þurfa að vera opnir með það og mæta því á sann­gjarnan hátt.“

Skólar verði að vera með viðbrögð sín á hreinu

Hún segir að starfs­fólk Stíga­móta hafi farið á fund MH til að á­varpa nem­endur. Þau hafi þakkað þeim fyrir að vekja at­hygli á málinu, undir­strikað að það sé eðli­legt að vera reiður og að það sé gott að þau hafi látið vita.

„Við töluðum um fjölda þol­enda og ger­enda í sam­fé­laginu en miðað við niður­stöður rann­sóknarinnar Á­falla­saga kvenna hafa 30 prósent kvenna á Ís­landi orðið fyrir kyn­ferðis­of­beldi á lífs­leiðinni. Það má alveg gera ráð fyrir því að ger­endur séu jafn stór hluti sam­fé­lagsins.

„Þetta eru ekki fá rotin epli eins og stundum er látið í veðri vaka. Þetta er risa­stórt sam­fé­lags­legt við­fangs­efni sem að skólarnir þurfa að takast á við af mikilli festu.“

Heldurðu að þetta sé upp­hafið að ein­hverju hjá fram­halds­skóla­nemum? Það kom upp svipað mál í FSu ný­lega.

„Já, og það hafa komið upp önnur mál sem ekki rata í fjöl­miðla í öðrum skólum. Við­brögð nem­enda alls staðar ein­kennast af reiði. Ef það er ein­hver fram­halds­skóli sem er ekki búinn að undir­búa sig fyrir það að svona mál komi upp hjá þeim þá ættu þeir að gera það ekki seinna en núna.“