Nektarmyndband fer nú eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum sem á að sýna þingmann Svíðþjóðardemókrata. Myndbandið á að hafi verið tekið upp á skrifstofum sænska þingsins, og á þingmaðurinn að hafa sent það, ásamt öðru myndefni, á nokkrar konur.

Aftonbladet greinir frá þessu, en í frétt miðilsins segir að Svíþjóðardemókratar séu nú með málið til rannsóknar hjá sér og þá fullyrðir flokkurinn að lögreglu hafi verið gert viðvart um málið.. Umræddur þingmaður á að vera með nokkur stór mál á sínu borði.

„Samkvæmt okkar upplýsingum er þetta mjög óviðeigandi hegðun sem við tökum mjög alvarlega. Við munum ræða við þennan tiltekna þingmann til að komast að því hvað hefur átt sér stað,“ er haft eftir talsmanni flokksins.

Samkvæmt Aftonbladet er um að ræða svokallaðar typpamyndir, eða „dickpics“ sem voru sendar á Messenger.