Dóm­stóll í Ala­bama hefur dæmt karl­mann, Jacob Blair Scott, í 21 mánaðar fangelsi fyrir að svið­setja eigin dauða. Jacob þarf að af­plána dóminn sam­hliða 85 ára fangelsis­dómi sem hann hlaut fyrir í­trekuð kyn­ferðis­brot gegn fjór­tán ára stúlku. Varð stúlkan ó­frísk eftir brot hans.

Scott var hand­tekinn vegna kyn­ferðis­brotanna árið 2018 og vissi sem var að hann væri í slæmum málum. Áður en málið fór fyrir dóm þetta ár lét hann sig hins vegar hverfa. Hann reri bát út á Mexíkó­flóa og skildi eftir í honum skot­vopn og sjálfs­vígs­bréf.

Banda­ríska strand­gæslan leitaði að líki Jacobs í um það bil viku áður en leit var hætt. Það var svo árið 2020 að upp komst um svik Jacobs og var hann hand­tekinn í Okla­homa eftir að til hans spurðist í hús­bíl á svæðinu. Kyn­ferðis­brota­mál hans fór sína leið í dóms­kerfinu og var niður­staðan 85 ára fangelsi.

Ofan í þann dóm fékk hann 21 mánaðar fangelsi fyrir að af­vega­leiða lög­reglu og var auk þess gert að greiða banda­rísku strand­gæslunni rúma 17 þúsund Banda­ríkja­dali, vel á þriðju milljón króna, fyrir leitina á sínum tíma.