Lög­reglan á Suður­landi fékk til­kynningu um eitt kyn­ferðis­brot um helgina og aðra um mögu­lega byrlun ó­lyfjan, en þessi mál eru nú til rann­sóknar.

Þetta kemur fram í Face­book færslu em­bættisins um verk­efni helgarinnar, en þau voru 360 talsins. Einnig barst lög­reglu þrjár til­kynningar um eigna­spjöll.

Átta öku­menn voru kærðir fyrir akstur undir á­hrifum á­vana- fíkni­efna og/eða lyfja og sex­tán öku­menn voru kærðir fyrir akstur undir á­hrifum á­fengis.

Þá mældist á­fengi við prófun hjá tæp­lega þrjá­tíu öku­mönnum sem stöðvaðir voru við akstur, en magnið reyndist undir refsi­mörkum.

Tólf öku­menn voru kærðir fyrir að aka án gildra öku­réttinda og tuttugu og fimm öku­menn voru stöðvaðir vegna aksturs yfir há­marks­hraða. Sá sem ók hraðast mældist á 161 km/klst hraða, en tveir far­þegar sátu í aftur­sæti bif­reiðarinnar án öryggis­belta.

Þá bárust sex til­kynningar um minni­háttar um­ferðar­slys.