Til­kynnt var um líkams­á­rás í Reykja­vík í nótt þar sem tveir menn réðust á einn og reyndu að fá hann til að milli­færa á þá pening. Kemur þetta fram í dag­bók lög­reglu.

Maður féll yfir hand­rið og datt um fjóra metra niður á flísa­lagt gólf á tón­leikum í gær. hann var með litla með­vitund eftir fallið og var fluttur á bráða­deild.

Þá kýldi maður öryggis­vörð í­trekað í and­litið þegar átti að vísa honum frá tón­leikum í gærkvöldi. Á­rásar­maðurinn komst frá vett­vangi í leigu­bíl.

Í mið­bænum hoppaði æstur maður á vélar­hlíf lög­reglu­bíls og var hann kærður fyrir brot á lög­reglu­sam­þykktum. Honum var sleppt eftir upplýsingatöku.

Í Kópa­vogi var til­kynnt um líkams­á­rás þar sem þrír menn réðust á einn mann með höggum og spörkum. Þolandinn sagðist þekkja mennina og er málið í rann­sókn hjá lög­reglu.