Til­kynnt var um líkams­á­rás í hverfi 101 rétt fyrir klukkan 18 í gær­kvöldi. Í dag­bók lög­reglu kemur fram að karl­maður hafi kýlt konu í and­litið og látið sig svo hverfa a af vett­vangi. Stuttu síðar til­kynnti konan að maðurinn væri kominn aftur fyrir framan húsið hennar. Hann var hand­tekinn skömmu síðar og vistaður í fanga­geymslu lög­reglu fyrir rann­sókn málsins.

Þá var til­kynnt um eld í bíl í Breið­holtinu. Eig­andi bílsins hafi verið að gera við hann þegar eldur kviknaði í vélar­rými hans. Þegar lög­regla kom á vett­vang var eig­andi bílsins búinn að slökkva eldinn með hands­lökkvi­tæki. Ekki voru miklar skemmdir sjáan­legar á bílnum sam­kvæmt dag­bók lög­reglu.

Þá var til­kynnt um þjófnað í verslun í Árbæ en þar reyndi ölvuð eldri kona að yfir­gefa verslunina með fulla kerru af vörum sem hún hafði ekki enn greitt fyrir. Af­skipti voru höfð af konunni og lög­regla skrifaði skýrslu um málið.

Að lokum kemur fram í dag­bók að lög­regla hafði af­skipti af þremur öku­mönnum sem grunuð eru um akstur undir á­hrifum vímu­efna eða óku án réttinda.