Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði nóg að gera við að sekta fólk sem lagt hafði ó­lög­lega fyrir framan Víkina en Cheerios mót Víkings er haldið þar um helgina. Lög­reglu­menn á vett­vangi sögðu kvörtunum hefur „rignt“ yfir þá.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir for­eldri sem við­statt var mótið að þessi völlur [Víkin] vær ekki með bíla­stæði fyrir svona mót. „Ég skil ekki af hverju þeir eru að halda þetta ef þeir geta ekki tryggt bíla­stæði fyrir að minnsta kosti tvo þriðju.“

Face­book síða Cheerios mótsins deildi því að lög­reglan vær byrjuð að sekta bíla sem lagt höfðu ó­lög­lega í kringum Víkings­svæðið nú síð­degis. „Það er ekkert sem móts­haldarar geta gert í því en við í­trekum á ný að fólk nýti bíla­stæði sem eru í stuttri göngu­fjar­lægð frá svæðinu.,“ segir í færslunni á Face­book.

Til­lögum að bíla­stæðum í grenndinni var einnig deilt á Face­book, en þær virðast vera í þó nokkurri göngu­lengd frá Víkinni. Næsta bíla­stæði við Víkina er hjá Bú­staða­kirkju.

Cheerios­mótið er fót­bolta­mót sem haldið er fyrir sjötta, sjöunda og áttunda flokk. Það er fyrir börn á aldrinum sjö til níu ára.