Aðal­varð­stjóri hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu segir fjölda fólks hafa sótt mið­bæinn í Reykja­vík það sem af er kvöldi og að engin hætta hafi staðið að al­mennum borgurum eða lög­reglu­mönnum.

Eftir að skila­boð fóru á dreifingu manna á milli á sam­fé­lags­miðlum í vikunni um að í skipu­lagningu væri meint hefndar­á­rás vegna hnífs­tungu á Banka­stræti Club síðustu helgi sem mögu­lega myndi einnig beinast að sak­lausum borgurum til­kynnti lög­reglan að hún yrði með stór­aukin við­búnað í mið­bænum um helgina.

„Það var mjög mikið af fólki niðri í bæ um sjö­leytið áðan, bæði af fjöl­skyldu­fólki og fólki sem var al­mennt á röltinu,“ segir Rafn Hilmar Guð­munds­son, aðal­varð­stjóri hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu. Hann segir veðrið geta spilað inn í og segir það vera gott í mið­bænum.

„Kvöldið hefur verið ró­legt,“ segir Rafn.

Hann segir enga hættu hafa staðið að al­mennum borgurum eða lög­reglu það sem af er kvöldi en segir ó­mögu­legt að segja við hverju er að búast. „Það fer eftir því hverjir ætla út á skemmtana­lífið,“ segir Rafn.

Sendi­ráð þriggja ríkja, Banda­ríkjanna, Bret­lands og Kanada, höfðu varað ríkis­borgara sína við hættu­á­stand í mið­bænum um helgina þar sem fólki var meðal annars ráð­lagt að forðast marg­menni og fara að öllu með gát á nætur­klúbbum og í mið­bænum.