Innlent

Kvöld­mat­seðill eldri borgara vekur furðu og hneykslan

Grautar og súpur eru megin­uppi­staða kvöld­mat­seðils eldri borgara í þjónustu­í­búðum Reykja­víkur í Furu­gerði. Mat­seðillinn hefur vakið nokkra hneykslan eftir að hann birtist á Face­book.

Fólk brást ekki vel við myndinni af kvöldmatseðlinum á Facebook en í Furugerði er bent á að hann segi ekki alla söguna og íbúar í blokkinni hafi ekki kvartað yfir kvöldgrautnum.

Ávaxtagrautur, grjónagrautur, aspas- og brokkolísúpur eru meðal þess sem boðið er upp á þessa vikuna á kvöldmatseðli þjónustuíbúða Reykjavíkurborgar fyrir aldraða í Furðugerði 1.

Gestur í húsinu birti í gær mynd af matseðlinum á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þau eru frekar neikvæð og hneykslunar gætir meðal þeirra sem tjá sig um kvöldmáltíðir gamla fólksins í húsinu.

„Þetta er kvöldmatseðill í heila viku handa eldri borgurum í þjónustuíbúðum aldraðra í Reykjavík. Er virkilega ekki hægt í bullandi „góðæri“ að hafa almennilegan mat handa fólkinu sem byggði upp þetta land? Ekki einu sinni einu sinni í viku?“ spyr málshefjandi og lætur myndina af seðlinum fylgja með.

Hann er þá spurður hvort ekki sé boðið upp á „einhvern glæsilegan A la Carte í hádeginu?“ Slíkt þykir þó hrökkkva skammt í svörunum sem á eftir fylgja.

„Þó svo væri, eiga þeir ekki að fá sykursull í kvöldmat... heldur 2 heitar, næringarríkar máltíðir á dag, auk millibita... þetta býður uppá næringarskort.. og að bjóða þessu fòlki uppá ávaxtagraut..sem máltíð!! alger hneisa.. fínt kannski eftir sunnudagssteikinni sem eftirréttur..en samt ekki...“

Þá er bent á að ólíklegt sé að „við framlínustarfsmenn sé ekki að sakast, heldur sveltistefnu ríkis og sveitarfélaga.“

Heitur matur í hádeginu

„Þetta er þannig hjá okkur að það er heit máltíð í hádeginu hjá okkur og svo höfum við alltaf haft súpur eða grauta á kvöldin og það fylgja alltaf með brauð og ávextir. Þegar það er ávaxtagrautur þá er rjómabland með,“ segir Helga Björk Haraldsdóttir, forstöðumaður í Furðugerði.

„Þannig að það er alltaf tvíréttað; heit máltíð á daginn og svo þetta á kvöldin. Við höfum alltaf litið þannig á að það færi betur að vera frekar með eitthvað léttara á kvöldin,“ segir hún en oftast er þá boðið upp á kjöt eða fisk í hádeginu.

„Þetta hefur alltaf verið svona og þetta er svona í öllum þjónustuíbúðunum,“ segir hún og segist aðspurð ekki kannast við óánægju með kvöldmatseðilinn meðal íbúanna.

 „Starfsmenn hafa ekki látið mig vita af því,“ segir hún en bendir á að vissulega komi upp einstaka dæmi eins og til dæmis að einhverjum finnist betra að fá þungu máltíðina á kvöldin. Þá er fólki boðið upp á að geyma matinn kjósi það svo. „Við reynum bara að vinna með fólki og veita góða þjónustu.“

Einblínt á súpurnar og grautana

Helga Björk bendir á að myndin af kvöldmatseðlinum segi ekki alla söguna. „Á sömu töflu er hægt að sjá hádegismatseðilinn sem hefur væntanlega verið á blaði þarna við hliðina,“ segir hún.

„Við erum bara að reyna að gera þetta eftir bestu getu og mig minnir að þessi kvöldmatur kosti 300 krónur á manninn og hádegismaturinn 710 krónur. Svo getur fólk náttúrlega fengið sér morgunmat hérna hjá okkur líka; hafragraut, AB-mjólk og brauð og svo er náttúrlega kaffitími þar sem hægt er að fá kökur og brauð líka. Mér finnst svolítið horft bara á súpurnar og grautana en það eru alltaf ávextir með og kaffi á eftir.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Heilbrigðismál

Aldraðir bíða enn eftir nýrri gjaldskrá vegna tannlækninga

Innlent

99 bíða eftir að komast inn á Mörk

Samgöngur

Eldri borgarar vilja ganga skrefinu lengra og fara frítt með strætó

Auglýsing

Nýjast

„Ömur­legt“ að hafa þurft að láta konuna sofa inni á baði

ESB samþykkir drög að Brexit-samningi

Vann sinn sjötta BMW á 6 árum

Yfir­maður leyni­þjónustu rúss­neska hersins látinn

Kona á tí­ræðis­aldri látin sofa á salerni með kúa­­bjöllu

Í þessum löndum er bensínið ódýrast

Auglýsing