Ekkert slys var á fólki þegar eldur kviknaði í tjaldi á tjald­svæðinu í Laugar­dal á fjórða tímanum í nótt, en slökkvi­liðið sá um að slökkva eldinn. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Þá var lög­reglu til­kynnt í gær­kvöldi um bíl sem hafði verið ekið inn í garð. Ekkert slys var á fólki en tölu­vert eigna­tjón varð.

Lögreglan greinir frá því að alls voru þrír ökumenn stöðvaðir víðsvegar um höfuðborgarsvæðið grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Óskað var eftir að­stoð lög­reglu í verslun í Grafar­holti, en þar var ein­stak­lingur grunaður um þjófnað. Sá grunaði var laus að lokinni skýrslu­töku.

Einnig var lögreglu tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Laugardalnum, en ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.