Mörgum brá í brún þegar eldur kviknaði í Jólalest Coca-Cola í rúmensku höfuðborginni Búkarest. Ekki er vitað hvað olli eldsvoðanum en bílstjórinn komst undan áður en trukkurinn varð alelda.

Slökkviliðsmenn náðu á endanum að kæfa eldinn án þess að nokkuð var um meiðsl.

Talsmenn fyrirtækisins segjast gera ráðstafanir svo að atvik sem þessi endurtaki sig ekki.