Lögreglunni og slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um eld í bifreið á bensínstöð í hverfi 112 í gær. Engar nánari upplýsingar voru gefnar í tilkynningu lögreglu.

Tilkynnt var um hópslagsmál í hverfi 108, tveir voru handteknir vegna málsins.

Í Hlíðarhverfi var tilkynnt um umferðarslys þar sem ökumaður hafði ekið á kyrrstæðan bíl og er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Ökumaðurinn slasaðist við áreksturinn og var fluttur á Landspítala til frekari aðhlynningar.

Lögreglunni barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi öskrandi úti á götu og ók lögreglan honum heim.

Þá voru tveir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.