Til­kynnt var um eld í bíl við Álf­hellu í Hafnar­firði í kvöld, en mikill svartur reykur er yfir svæðinu.

„Þetta er í gamalli bíl­druslu, við erum að vinna í að slökkva í þessu,“ segir Ey­þór Leifs­son varð­stjóri hjá slökkvi­liðinu, en bíllinn er númera­laus og ó­skráður.

„Það er mikill svartur reykur yfir svæðinu, þess vegna er þetta svona á­berandi,“ segir hann en að­spurður hvort ein­hver hafi kveikt í tóma bílnum segir Ey­þór að það sé lík­legt, en ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.

Það var mikill svartur reykur yfir svæðinu.
Fréttablaðið/Aðsend mynd