Tilkynnt var um eld í bíl við Álfhellu í Hafnarfirði í kvöld, en mikill svartur reykur er yfir svæðinu.
„Þetta er í gamalli bíldruslu, við erum að vinna í að slökkva í þessu,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu, en bíllinn er númeralaus og óskráður.
„Það er mikill svartur reykur yfir svæðinu, þess vegna er þetta svona áberandi,“ segir hann en aðspurður hvort einhver hafi kveikt í tóma bílnum segir Eyþór að það sé líklegt, en ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.

Það var mikill svartur reykur yfir svæðinu.
Fréttablaðið/Aðsend mynd