Eldur kom upp í sumarhúsi ná­lægt Hafra­vatni nú á fimmta tímanum og er húsið alelda.

Að sögn Vísis er um er ræða sumarhús sem er um 70 fermetrar að stærð. Ekki liggur fyrir hvort einhver hafi verið inni í húsinu þegar eldur kom upp.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðs höfuð­borgar­svæðisins mun slökkvi­liðið vinna að því að slökkva eldinn utan frá, enda er ómögulegt að að komast inn þar sem húsið er alelda.

Fréttin hefur verið upp­færð.