Eldur kviknaði í ein­býlis­húsi á Haðar­stíg á sjötta tímanum í dag og er slökkvi­lið enn að stöfum á vett­vangi. Tölu­verður við­búnaður var hjá slökkvi­liði á höfuð­borgar­svæðisins og segir Stefán Kristins­son, varð­stjóri, að mikill mann­skapur hafi verið sendur út.

„Það er þó nokkuð mikið tjón eftir eldinn,“ segir Stefán í sam­tali við Frétta­blaðið. Það sé þó ó­mögu­legt að meta hvort eitt­hvað hafi bjargast innan úr húsinu enn sem komið er.

Enginn slasaðist

Slökkvi­störf standa enn yfir í húsinu en búið er að ná tökum á eldinum. „Núna er verið að rífa og tæta inni í húsinu en það er búið að slá á megnið af eldinum og verið að klára glæður og önnur leiðindi.“

Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið staddur inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði og hefur enginn verið fluttur á sjúkra­hús vegna meiðsla eða reyk­eitrunar til þessa.

Ekkert er vitað um upp­tök eldsins að svo stöddu.

Eldurinn hefur valdið miklu tjóni.
Fréttablaðið/Ernir