Kvik­mynda­skóli Ís­lands hefur boðið fram­bjóð­endum Sjálf­stæðis­flokksins að grilla borgara fyrir nem­endur sína eftir að Lista­há­skóli Ís­lands af­þakkaði boð ­­flokksins um að gefa ham­­borgara á bíla­­stæði skólans í gær.

„Kvik­mynda­skólinn er á móti matar­sóun og fréttum af ó­borðuðum ham­borgurum. Við buðum því ham­borgar­bíl Sjálf­stæðis­flokksins að koma í heim­sókn til okkar,“ segir í til­kynningu Kvik­mynda­skólans á Face­book.

Þá er einnig tekið fram að svöngum nem­endum Lista­há­skólans sé vel­komið að kíkja í heim­sókn auk þess sem Kvik­mynda­skólinn á­réttar að öllum fram­boðum sé vel­komið að kíkja í heim­sókn til okkar og kynna sín mál.

Sjálf­stæðis­flokkurinn hefur undan­farna daga gefið svo­kallaða „frelsis­borgara“ úr sér­­­merktum matar­­­vagni sem hluta af kosninga­bar­áttu sinni í að­draganda sveitar­stjórnar­kosninganna. Flokkurinn hugðist bjóða nem­endum Lista­há­skólans upp á ham­borgara í gær en vegna kvartana var á­kveðið að af­þakka boðið.