Samkvæmt nýrri grein í tímaritinu Nature átti kvikan í eldgosinu við Fagradalsfjall uppruna sinn að rekja til að minnsta kosti þriggja mismunandi upprunastaða í möttlinum undir Reykjanesskaga. Meðal höfunda greinarinnar eru Þorvaldur Þórðarson, prófessor við Háskóla Íslands, og Ármann Höskuldsson, rannsóknaprófessor við sama skóla.

Skoðaðar voru súrefnissamsætur sem eru um 50 prósent af gosbergi. Er súrefni því góður vísir um uppruna og þróunarferli kviku. Til dæmis er samsætuhlutfall í möttlinum annað en í skorpu. Þó er möttullinn undir Reykjanesskaga eins­leitur hvað varðar samsætuhlutfall. Þó að áhersla hefði verið á súrefni voru önnur frumefni í berginu einnig greind.