Innlent

Kveiktu eld meðan beðið var eftir björgun

Björgunarsveitir frá Hólmavík björguðu átján manna gönguhóp sem lenti í hremmingum á Ströndum í nótt. Hópurinn var kaldur og blautur en annað amaði ekki að þeim þrátt fyrir töluverða bið.

Gönguhópurinn beið í nokkra klukkutíma eftir björgun. Fréttablaðið/Vilhelm

Átján manna gönguhópur sem lenti í hremmingum á Ströndum í gærkvöldi er kominn til byggða. Hópurinn er við góða heilsu þrátt fyrir hrakningarnar, en voru þau orðin blaut og köld þegar björgunarsveitir komu að þeim.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var hópurinn á göngu um svæðið þegar hópurinn lenti í vandræðum við þvera á. Á svæðinu hefur verið bæði rok og rigning og var áin því mjög vatnsmikil. Björgunarsveitarfólk frá Hólmavík var því sent á þremur bátum að Meyjardal á Ströndum til að sækja fólkið  og kom sá fyrsti að fólkinu skömmu eftir klukkan eitt í nótt.

Líkt og fyrr segir amaði ekkert að fólkinu sem búiið var að kveikja varðeld til þess að halda á sér hita meðan beðið var. Var fólkið ferjað suður að Dröngum og var komið í húsaskjól undir morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Inn­­kaup­­a­r­egl­­ur brotn­­ar við end­ur­gerð bragg­­ans

Innlent

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Innlent

Egill í Brim­borg þjarmar enn að RÚV vegna Kveiks

Auglýsing

Nýjast

Segir sannar­lega út­lit fyrir að Khas­hoggi sé látinn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

Falsaði hæfni­próf til að fá flug­liða­skír­teini

Á­góði sýninga á Lof mér að falla til Frú Ragn­heiðar

Tvö bjóða fram til formanns BSRB

Enn fleiri í hættu á hungursneyð í Jemen

Auglýsing