Sunnu­dags­kvöldið 28. nóvember næst­komandi ætlar Anna Linda Bjarna­dóttir að kveikja á kertum við Arnar­nes­brúna í Garða­bæ, en þann dag verður liðið ár síðan hún lenti í skelfi­legu um­ferðar­slysi á brúnni. Ætlar Anna Linda að kveikja á einu kerti fyrir hvern tjón­þola eftir á­rekstur á brúnni.

Anna Linda vakti at­hygli á þessu í í­búa­hópi Garð­bæinga á Face­book og veitti hún Frétta­blaðinu góð­fús­legt leyfi til að vekja at­hygli á málinu.

Kveikir á tveimur kertum fyrir sig

Þann 28. nóvember 2020 var Anna Linda á brúnni þegar ölvaður öku­maður ók yfir á rauðu ljósi með þeim af­leiðingum að harður á­rekstur varð.

„Í heilt ár er ég búin að vinna hörðum höndum að því að ná bata og enn er nokkuð í land. Þetta var í annað sinn sem keyrt er á mig á þessari brú,“ segir Anna Linda sem ætlar að kveikja á tveimur kertum fyrir sjálfa sig vegna þessara tveggja slysa.

Að­spurð segist hún ekki vita hversu mörg kertin verða en hún bíður eftir svörum frá Vega­gerðinni um fjölda slysa á Arnar­nes­brú.

Löngu tímabærar endurbætur

Anna bendir á að akstur undir á­hrifum sé orðið stórt vanda­mál í um­ferðinni sem kemur öllum við. Fólk eigi að geta farið út í um­ferðina án þess að vera í lífs­hættu vegna öku­manna undir á­hrifum. Vill Anna Linda vekja at­hygli á því með gjörningnum sem og að­stæðum á brúnni sem geta verið vara­samar.

„Við á­reksturinn 28.11.2020 var mesta mildi að enginn hafi látið lífið eða hlotið al­var­leg ör­kuml á borð við lömun. Þess vil ég líka minnast. Vegna fjölda­tak­markana geta að­eins 50 manns komið saman,“ segir Anna Linda í færslu sinni sem hún endar á þessum orðum:

„Um­ferðar­öryggi er hags­muna­mál okkar allra og ég lít svo á að þessi að­rein þar sem á­reksturinn átti sér stað, sé dauða­gildra þegar um­ferðar­ljós eru ekki virt.“

Í­búar í Garða­bæ virðast margir taka undir með Önnu um að gatna­mótin séu hættu­leg.

„Þessi gatna­mót eru þekkt vanda­mál og þarf ekki ölvun til. Endur­bætur eru löngu tíma­bærar. Það á ekki að þurfa al­var­leg slys til, þó sú virðist því miður oft raunin,“ segir í einni at­huga­semd við færslu Önnu.