Fé­lags­dómur mun koma saman klukkan 13 í Héraðs­dómi Reykja­víkur á eftir þar kveðinn verður upp dómur í máli Sam­taka at­vinnu­lífsins (SA) gegn Eflingu. 

SA stefndu Eflingu fyrir Fé­lags­dóm að lokinni at­kvæða­greiðslu innan Eflingar um verk­fall hótel­þerna verka­lýðs­fé­lagsins. Það hefst að ó­breyttu á morgun klukkan 10 og stendur yfir til mið­nættis. 

SA telja að at­kvæða­greiðslan hafi verið ó­lög­mæt. Um átta þúsund fé­lags­menn Eflingar hafi tekið þátt at­kvæða­greiðslunni en vinnu­stöðvunin nái að­eins til 700 fé­lags­manna. Þegar um vinnu­stöðvun er að ræða skuli á­kvörðunin einungis borin undir þá sem hún nær til.