Norðurþing hefur auglýst starf forstöðumanns Sundlaugar Húsavíkur til umsóknar. Skammt er síðan gengið var frá ráðningu forstöðumanns laugarinnar en hann hætti störfum innan örfárra daga eftir mótmæli íbúa sem beittu sér gegn ráðningunni.

„Við ákváðum að ganga ekki frá ráðningu við þennan aðila og auglýsa starfið aftur,“ segir Drífa Valdimarsdóttir, staðgengill sveitar­stjóra í Norðurþingi.

Hún segir að Norðurþing hafi fylgt öllum lögbundnum ferlum við auglýsingu um starfið og annað. Maðurinn sé með hreint sakavottorð.„Það var allt gert rétt í þessu ferli,“ segir Drífa. „Svo kemur upp ábending og við brugðumst við,“ bætir hún við.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins er ástæða þess að ekki þótti við hæfi að maðurinn sinnti starfinu sú, að ítrekað hafa gengið sögur um að hann hafi ekki virt mörk í samskiptum kynjanna. Hann hefur þó aldrei verið kærður og er með hreint sakavottorð eins og staðgengill sveitarstjóra bendir á.

Meðmælendur í ráðningarferlinu gáfu honum góða umsögn. Maðurinn á sér langa sögu mannaforráða og þykir hafa margt til brunns að bera sem starfsmaður, en ótækt þótti að hann sinnti forstöðumennsku í sundlauginni vegna sagna um fyrri framkomu hans.

Norðurþing nýtti sér þjónustu ráðningarfyrirtækis við ráðninguna.Drífa tekur fram að þótt maðurinn hafi verið búinn að hafi ekki verið búið að ganga frá ráðningu