Tvær kvartanir hafa borist em­bætti for­seta Ís­lands vegna á­mælis­verðrar hegðunar starfs­manns for­seta­skrif­stofunnar gagn­vart sam­starfs­konum. Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er málið komið á borð for­seta­hjónanna Guðna Th. Jóhannse­sonar og Elizu Reid.

Heimildir blaðsins herma að um sé að ræða kyn­ferðis­lega á­reitni starfs­mannsins í garð tveggja kvenna. Annað at­vikið á að hafa komið upp í starfs­manna­ferð í París í Frakk­landi í síðasta mánuði en hitt hér á landi.

Forsetahjónin eru sögð hafa tekið málið á sitt borð.

And­rúms­loftið á vinnu­staðnum er sagt þungt þessar vikurnar, en Örn­ólfur Thors­son forsetaritari vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann vildi heldur ekki upp­lýsa um hvernig tekið sé á málum sem þessum og vísaði til laga um opin­bera starfs­menn. Eftir því sem blaðið kemst næst taka for­seta­hjónin málinu al­var­lega og hafa per­sónu­lega séð um að koma því í far­veg.

Guðni og Eliza hafa bæði talað opin­skátt um mikil­vægi jafn­réttis kynjanna, og Eliza hefur í því sam­hengi sér­stak­lega rætt stöðu kvenna og á­nægju sína með Met­oo-byltinguna á inn­lendum og er­lendum vett­vangi.

„Við erum langt frá því að vera full­komin, og #Met­oo-byltingin hefur haft í för með sér ó­þægi­legar af­hjúpanir hér á eyjunni okkar í Norður-At­lants­hafi, eins og annars staðar í heiminum, sem minnir okkur á að við getum ekki notað já­kvæða töl­fræði til þess að hylja yfir vanda­mál sem gegn­sýra sam­fé­lagið okkar,“ sagði Eliza í ræðu sinni á fundi Sam­einuðu þjóðanna í septem­ber í fyrra.