Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu hafði í mörg horn að líta í gær­kvöldi og í nótt og bárust minnst fjórar kvartanir vegna há­vaða í heima­húsum. Í einu til­fellinu lá grunur um að verið væri að brjóta sam­komu­tak­markanir.

Þá fékk lög­regla ó­venju­lega til­kynningu vegna há­vaða frá bif­reið í póst­númeri 108 á öðrum tímanum í nótt. Þegar lög­regla kom á vett­vang var bif­reiðin mann­laus og ekki náðist í eig­anda hennar. Lög­regla fékk svo til­kynningu um há­vaða frá bif­reiðum í bíla­kjallara við Smára­lind um 11 leytið í gær­kvöldi.

Lög­regla fékk svo til­kynningu um ein­stak­ling í annar­legu á­standi í í Breið­holti rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Var við­komandi ekið á slysa­deild þar sem grunur lék á hann hefði tekið of stóran skammt af fíkni­efnum.

Þá var lög­reglu til­kynnt um konu sem væri illa áttuð í Ár­bænum rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Virtist konan ekki vita hvar hún var. Konan, sem var með á­verka á höfði, var flutt á slysa­deild.