Elísa­bet Kristjáns­dóttir var í of­beldis­sam­bandi í sjö ár. Hún opnaði sig um sam­bandið á sam­fé­lags­miðlum í haust og fór þar yfir það hvernig, enn í dag, hún býr við af­leiðingar þess að hafa verið í slíku sam­bandi og vill opna um­ræðu um það í sam­fé­laginu hvernig það getur haft á­hrif á fram­tíðar­störf og at­vinnu­leit þegar það eru göt í feril­skránni.

„Ég er 39 ára. Ég var 22 ára þegar of­beldis­sam­band mitt hófst, 29 ára þegar því lauk. Í 17 ár hef ég glímt við af­leiðingar af þessu sam­bandi, það eru 43% af lífi mínu. 43!,“ sagði Elísa­bet í færslu á Face­book í októ­ber og benti á að það væri um helmingur lífs hennar.

„...og fyrir vikið lítur feril­skráin mín skringi­lega út, náms­ferillinn er hlykkj­óttur og ég velti því fyrir mér hvernig vinnu­veit­endur líta á feril­skrá þar sem um­sækjandi hefur ekki verið í vinnu í nær 2 ár.“

Elísa­bet segir að hún hafi nú síðustu ár verið í endur­hæfingu og ekki á vinnu­markaði en hafi sótt um fjölda at­vinna í gegnum tíðina. Það hafi aldrei beint verið spurt út í götin á feril­skránni en að hún geti sér til um að það hafi skipt máli.

„Það sem mér finnst svo mikil­vægt, því við erum alltaf að reyna að verða betra sam­fé­lag, þar sem er verið að tala um heil­brigðis­kerfið, kulnun og fólk sem hefur lent í of­beldi þá er skelfi­legt ef að at­vinnu­lífið og markaðurinn hafi fælandi á­hrif á fólk til að leita sér að­stoðar,“ segir Elísa­bet.

Elísabet segist vita þess að fólk veigri sér við því að fara í veikindaleyfi af ótta við afleiðingar þess síðar á vinnumarkaði.
Fréttablaðið/Ernir

Stór skrefin í átt að veikindaleyfinu

Hún segir að hún þekki dæmi um það að fólk veigri sér við það að fara í veikinda­leyfi vegna á­hrifanna sem það getur haft á feril­skránna þeirra og fram­gang þeirra í starfi.

„Það eru stór skrefin sem fólk þarf að taka í átt að þessari á­kvörðun. Ég man að mér fannst það of­boðs­lega erfitt að gefa heimilis­lækni leyfi til að sækja um í starf­sendur­hæfingu hjá VIRK þegar ég lenti í minni kulnun og niður­broti,“ segir Elísa­bet.

Hún segir að það lendi allir í ein­hverju á lífs­leiðinni og að það í raun sýni fram á styrk ef að fólk leitar sér að­stoðar, og ef það gengur upp, þá séu ein­staklingarnir jafn­vel sterkari eftir vikið.

„Ef fólk er búið að vera að vinna í sér þá er það fyrir vikið betri um­sækj­endur, ekki betri en ein­hver annar, en betri en við vorum,“ segir Elísa­bet.

Ég hefði haldið að þetta væri styrkur hjá fólki sem er búið að lenda í þroti en er að ná sér í tæki og tól til að lenda ekki aftur á sama stað.

Hún segir að það hafi margir haft sam­band við hana í kjöl­far þess að hún opnaði sig og telur það mikla synd hvað það eru enn miklir for­dómar fyrir því að „lenda í ein­hverju“ og vera ekki með línu­lega feril­skrá.

„Það er leiðin­legt að við séum ekki komin lengra í þetta. Þetta er stórt lýð­heilsu­mál og þetta þarf að ná til vinnu­markaðarins líka,“ segir Elísa­bet.

Elísa­bet er í endur­hæfingu núna og segist viss um að hún komist aftur á vinnu­markað.

„Það er mikil­vægt fyrir mig að hugsa um það en mér finnst þetta líka hrein­lega vera mikið jafn­réttis­mál, í stærra sam­hengi,“ segir Elísa­bet.

Spurð hvort að það hafi verið farið yfir þetta í endur­hæfingunni segir Elísa­bet að henni hafi verið bent á að sumir segi á feril­skrá eða í við­tali að þau hafi verið „að sinna öðrum verk­efnum“ ef þau eru spurð út í göt á feril­skrám sínum.

„En mér finnst svo skrítið að það þurfi að fara í kringum þetta eins og heitan graut. Ég hefði haldið að þetta væri styrkur hjá fólki sem er búið að lenda í þroti en er að ná sér í tæki og tól til að lenda ekki aftur á sama stað. Við vitum að það er fullt af fólki á vinnu­markaði í kulnum en áttar sig ekki á því. Það er mögu­lega að hugsa um að taka þessi skref að fara í veikinda­leyfi en er ekki komið þangað. Það er svo mikil­vægt að senda þau skila­boð út í sam­fé­lagið að það sé í lagi og að fólk eigi aftur­kvæmt. Það er rosa­lega mikil­vægt,“ segir Elísa­bet og bendir á að ef að fólk fær krabba­mein eða lendir í slysi þá veigri sér fáir við því að út­skýra það.

„En svo er það ekki það sama þegar kemur að geð­rænum eða and­legum vanda­málum,“ segir Elísa­bet sem vill að það verði breyting á því.

Elísabet vill að það sé hægt að ræða opinskátt um þessi mál.
Fréttablaðið/Ernir

Ekki skylda að upplýsa um slys eða veikindi

Í svari til Frétta­blaðsins frá at­vinnu­lífs­tenglum VIRK segir að gat í feril­skrá geti átt sér margar skýringar og átt sér eðli­legar á­stæður.

„Það er okkar til­finning að fyrir­tæki í dag líti ekki á tvö til þrjú ár sem langt gat í feril­skrá ef við lítum á síðast­liðin ár. Enda hafa að­stæður í þjóð­fé­laginu verið for­dæma­lausar, með falli heillar at­vinnu­greinar og heims­far­aldurs. Í dag þykir eðli­legra en áður að fólk dvelji í styttri tíma á hverjum vinnu­stað, auk þess sem verk­efna­tengdum störfum fer fjölgandi, þannig að sam­fella í feril­skrá er ekki eins mikil­væg og áður var,“ kemur fram í svarinu.

Þá segir að það sé ekki skylda fólks að upp­lýsa um veikindi eða slys enda ekki á­stæða til að á­ætla að það hafi á­hrif á störf við­komandi í fram­tíðinni.

„Beri veikindi/slys á góma í at­vinnu­við­tali þá er gott fyrir at­vinnu­leitandann að beina at­hyglinni að þeirri starfs­tengdu upp­byggingu sem hann hefur unnið að og eigin styrk­leikum. Að því sögðu teljum við að gat í feril­skrá ætti ekki að hafa teljandi á­hrif á ráðningar al­mennt,“ segir að lokum.