„Það er hvítt yfir – og var fjúk í alla nótt og skóf. Nú er hann kominn rétt upp fyrir núllið aftur,“ segir Ind­riði Aðal­steins­son, sauð­fjár­bóndi á Skjald­fönn.“

Kulda­tíð er á heima­slóðum hans á Vest­fjörðum sem og víða á nyrðri hluta landsins. Hretið kemur á vondum tíma, því sauð­burður er ný­hafinn.

„Já, ó­tíðin setur mark sitt á sauð­burðinn, svona kuldi þýðir stopp á fram­för í gróðri, það gerist ekkert á meðan það er svona kalt. Þetta þýðir líka erfið­leika við lamb­ærnar,“ segir Ind­riði.

Hann nefnir hús­þrengsli þegar ekki er hægt að hleypa fénu út vegna veðurs. „Það geta alls konar sjúk­dómar skotið upp kollinum þegar löng hús­vist er hjá lamb­ám.“

Ind­riði orti stöku í til­efni ill­tíðar í gær undir titlinum Vetur á ný?

Nú er úti frost og fjúk

og fjandans vetur.

Falla taka fugla­tetur.

Feigðar­hroll að bændum setur.

„Þetta hefur oft verið svona,“ segir Ind­riði og lætur sér hvergi bregða. „Í sjálfu sér er þetta það sem maður þarf að búa við á nyrstu slóðum á Vest­fjörðum.“

Bóndinn á Skjald­fönn er á 81. aldurs­ári og var sprækur þrátt fyrir ó­tíðina þegar Frétta­blaðið ræddi við Indriða í gær. „Maður reynir að höndla þetta, en eigi að síður finn ég fyrir árunum á herðunum.“