Minnst sjö eru látnir eftir mikinn kulda og snjókomu á Spáni. Hitinn í fyrrinótt fór niður í -16°C gráður í höfuðborginni Madríd, og fór hitinn niður í -25°C gráður á svæðinu austan við borgina. Flestir hinna látnu voru heimilislausir.

Sjúkrahús hafa verið yfirfull af fólki sem dottið hefur í hálku. Yfirvöld hafa beðið eldri borgara að halda sig heima og skólum í Madríd verið lokað út vikuna. Þá var réttarhöldum frestað um nokkra daga.

Snjókoman í Madríd var sú mesta í hálfa öld. Ökumenn hafa verið beðnir um að nota snjókeðjur og herinn kallaður út til að aðstoða ökumenn.