Hiti fer niður fyrir frost­mark á mánu­dag og þriðju­dag um nær allt land áður en hlýnar svo í veðri á mið­viku­dag.

Elín Björk Jónas­dóttir veður­fræðingur segir að það sé löngu kominn tími til að setja vetrar­dekkin undir en tekur fram að ekki sé þörf fyrir nagla­dekk núna.

„Ég myndi ekki kalla þetta kulda­skeið en það virðist ætla að kólna með norðan­áttinni. Þetta er ekki ó­venju­legt miðað við októ­ber og nóvember,“ út­skýrir hún.

Á næstu dögum verður rigning á nær öllu landi nema á Vestur­landi og líkur á nætur­frosti og þá hálku á vegum. Elín segir þó ekki líkur á klaka­myndun þegar kólnar.

Veg­far­endur í Breið­holti og Foss­vogi þurftu að fara var­lega í morgun vegna hálku.