Í dag er spáð vaxandi suðvestanátt, rigning eða skúrir, en þurrt að kalla á norðaustur landi. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig.

Víða vestan 20-28 metrar á sekúndu seinnipartinn og kólnar með éljum, en úrkomulítið suðaustan til. Hægari vindur og samfelldari úrkoma nyrst. Þá eigi að lægja á vestanverðu landinu í kvöld og austantil í nótt og fyrramálið.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands að „Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Það verður því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti 0 til 6 stig.

Víða vestan stormur eða rok seinnipartinn og kólnar með éljum, en heldur hægari vindur og samfelldari úrkoma nyrst á landinu. Það er sem sagt útlit fyrir varasamt ferðaveður víðast hvar á landinu í dag, og gular eða appelsínugular viðvaranir eru í gildi í flestum landshlutum.“

Ekkert ferðaveður

Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á Suðurlandi, austfjörðum og suðausturlandi þar sem vinhviðum er spáð yfir 40 metrum á sekúndu. Þá segir að ekkert ferðaveður sé á þessum svæðum. Gular veðurviðvaranir eru í flestum öðrum landshlutum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og gæta að lausamunum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Breytileg átt 3-10 m/s. Bjart með köflum, en dálítil él við S- og V-ströndina, og einnig NA-lands fram eftir degi. Frost 0 til 8 stig.

Á fimmtudag:

Suðvestan 5-13 og él, en bjart að mestu A-lands. Hiti breytist lítið. Sunnan 8-15 um kvöldið og hlýnar með rigningu eða slyddu S- og V-lands.

Á föstudag:

Snýst í suðvestan og vestan 10-18 með éljum um landið V-vert. Dálítil slydda eða snjókoma A-lands, en styttir upp þar eftir hádegi. Kólnar í veðri. Hvessir allvíða um kvöldið.

Á laugardag og sunnudag:

Vestan- og suðvestanátt og él, en lengst af þurrt A-lands. Frost 0 til 9 stig.

Á mánudag:

Norðlæg átt og él, en lengst af þurrt sunnan heiða. Talsvert frost.

Nánari upplýsingar fá finna á vef Veðurstofu Íslands ogvef Vegagerðarinnar.