Réttast væri að ítar­leg rann­sókn færi fram á hugsan­legri þátt­töku Mohammed bin Sal­man, krón­prins Sádi-Arabíu, í morðinu á blaða­manninum Jamal Khas­hoggi í októ­ber á síðasta ári.

Í ný­út­gefinni hundrað blað­síðna skýrslu Sam­einuðu þjóðanna segir að „sann­færandi sönnunar­gögn“ séu fyrir hendi um að bin Sal­man og aðrir hátt­settir em­bættis­menn hafi komið að morðinu hrotta­fengna.

Agnes Calla­mard, fram­sögu­maður nefndarinnar sem sá um skýrslu­gerðina, segir morðið á blaða­manninum vera al­þjóða­glæp. Nefndin notaðist við hljóð­upp­tökur sem teknar voru á sá­diarabísku ræðis­manns­skrif­stofunni í Istanbúl en Khas­hoggi gerði sér leið þangað daginn sem hann var myrtur. Þangað var hann kominn til að ganga frá skilnaðar­pappírum við fyrr­verandi eigin­konu sína svo hann gæti tekið að eiga unnustu sína.

„Við munum ná þér,“ má heyrast á upp­tökunum áður en mikil átök brjótast út. Gögn sem leyni­þjónustan í Tyrk­landi safnaði saman leiði í ljós að Khas­hoggi, sem var mjög svo iðinn í gagn­rýni sinni á konungs­fjöl­skylduna í heima­landi sínu, hafi verið byrlað lyfjan og hann svo kæfður með plast­poka sem settur var yfir höfuð hans.

Jamal Khashoggi var iðinn í gagnrýni sinni á konungsfjölskylduna sádiarabísku. Hann hafði verið í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum af ótta við stjórnvöld í heimalandi sínu.

Svör konungs­veldisins sá­diarabíska hafa hingað til verið á þá leið að að­gerðin hafi verið skipu­lögð og fram­kvæmd af svikurum stjórnarinnar. Hvorki konungi né krón­prins hafi verið kunnugt um að­gerðir þessar.

Calla­mard telur það hins vegar hæpið. Í niður­stöðum skýrslunnar kemur fram að sann­færandi sönnunar­gögn séu fyrir hendi, þess efnis að hátt­settir em­bættis­menn, og jafn­vel krón­sprins, hafi verið kunnugt um á­formin.

Af­takan á Khas­hoggi brjóti gegn al­þjóða­lögum enda hafi fram­kvæmdin verið án nokkurrar að­komu dóm­stóla. Rann­sókn sá­diarabískra og tyrk­neska yfir­valda vegna málsins hafi jafn­framt verið á­bóta­vant. Calla­mard segir af­tökuna í takti við mynstur sem virðist hafa skapast og lýsir sér í stöðugri ógn á hendur blaða­manna.

Frétt The Guardian um málið.