Frið­rik krón­prins Dan­merkur verður á Ís­landi dagana 12.–13. októ­ber á­samt utan­ríkis­ráð­herra Dan­merkur Jeppe Kofod og sendi­nefnd. Mark­mið ferðarinnar er að styrkja sam­starf og við­skipta­tengsl Ís­lands og Dan­merkur á sviði sjálf­bærra orku­lausna. Þetta kemur fram í til­kynningu frá for­seta­em­bættinu.

Heim­sókn krón­prinsins hefst með kvöld­verði honum til heiðurs á Bessa­stöðum kl. 18:30 þriðju­daginn 12. októ­ber. Fjöl­miðlum gefst kostur á mynda­töku þegar for­seta­hjón taka á móti gestum fyrir utan Bessa­staða­stofu og við upp­haf kvöld­verðarins.

Morguninn eftir, mið­viku­daginn 13. októ­ber, mun for­seti flytja á­varp við setningu fundar dansk-ís­lensku sendi­nefndarinnar sem fram fer í Grósku hug­mynda­húsi í Vatns­mýri. Síðar þann sama dag skoðar for­seti danska varð­skipið HDMS Triton sem nú liggur við höfn í Reykja­vík. Skipið sinnir eftir­liti á Norður­slóðum og fá for­seti og krón­prinsinn leið­sögn um skipið og störf á­hafnar.