Matvöruverslunarkeðjan Krónan tilkynnti í dag að fyrirtækið væri hætt að notast við plastburðarpoka í von um að draga úr frekari plastnotkun.

Undanfarin ár hefur Krónan boðið upp á plastburðarpoka úr sykurreyr en að sögn Krónunnar eru birgðirnar á þrotum og verða ekki fleiri pokar pantaðir.

Frá og með næstu áramótum verður óheimilt að selja plastburðarpoka í verslunum og stígur Krónan þetta skref því tveimur mánuðum fyrr.

Tilkynningu Krónunnar má sjá hér fyrir neðan en þar kemur fram að fjölnota burðarpokar og bréfpokar verði til sölu í versluninni.

Við kveðjum plastburðarpoka fyrir fullt og allt. 💛 Hæ Krónu vinir👋 Síðustu plastpokabirgðir hjá okkur úr sykurreyr eru...

Posted by Krónan on Thursday, 22 October 2020