Úr­skurðar­nefnd kosninga­mála hafnar kröfum Mið­flokksins í Garða­bæ um ó­gildingu sveitar­stjórnar­kosninga þar í bæ. Þetta kemur fram í til­kynningu á vef Stjórnar­ráðsins.

Mið­flokkurinn kærði fram­kvæmd kosninga í Garða­bæ til yfir­kjör­stjórnar vegna ann­marka á kjör­seðli. Kjör­seðillinn hefði verið tví­brotinn saman en ekki til heminga og endi seðilsins með lista Mið­flokksins sæist ekki nema seðillinn væri opnaður alveg.

Úr­skurðar­nefnd fellst ekki á að um­brot seðilsins hafi valdið sér­stökum vand­kvæðum við fram­kvæmd kosnina. „Ein­­föld skoðun kjós­anda á kjör­­seðli hafi af­­drátt­ar­­laust leitt í ljós að kjör­­seðill­inn var sam­an­brot­inn og að opna þyrfti seðil­inn á tvo vegu um fyr­ir fram gef­in brot á seðlin­um við fram­­kvæmd kosn­ing­anna.“

Úr­skurðurinn í heild sinni.