Kröftugur jarð­skjálfti fannst á stór­höfuð­borgar­svæðinu rétt fyrir klukkan sex í kvöld, en sam­kvæmt nýjustu tölum Veður­stofunnar var hann 5,4 að stærð.
Skjálftinn varð 5,2 kíló­metra suð­vestur af Fagra­dals­fjalli á Reykja­nes­skaga, en kraft­mikil skjálfta­virkni hefur verið á svæðinu sleitu­laust síðan um há­degis­bil í gær.

Síðasta einn og hálfa sólar­hringinn hafa yfir tvö þúsund jarð­skjálftar átt upp­tök sín á Reykja­nes­skaganum, þar af sex­tíu og fimm yfir þrír að stærð.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Alls hafa sextíu og fimm jarðskjálftar yfir þrír að stærð átt upptök sín á Reykjanesskaganum síðasta eina og hálfa sólarhringinn.
Mynd/Veðurstofa Íslands