Kröftugur jarðskjálfti reið yfir mið Króatíu í dag. Samkvæmt Jarðskjálftamiðstöð Evrópu mældist skjálftinn 6,4 að stærð 46 kílómetra suðaustur af höfuðborginni, Zagreb.

Skjálftinn varð um klukkan tíu á íslenskum tíma en bjarga þurfti fólk út úr rústum bygginga, ekki hefur verið tilkynnt um mannfall enn sem komið er. Þá hafa byggingar á svæðinu ýmist skemmst eða eyðilagst.

Jarðskjálftinn fannst í öllu landinu og í nágrannalöndunum, Serbíu og Bosníu.

Er þetta annar skjálftinn í svæðinu á stuttum tíma en í gær mældist skjálfti að stærð 5,2 á sama svæði. Í mars varð einnig jarðskjálfti af stærðinni 5,3 að stærð í Zagreb sem olli einu dauðsfalli og 27 særðust.

Í bænum Petrinja, um 60 kílómetra frá Zagreb hrundu byggingar. Rauði Krossinn í Króatíu segir í tilkynningu að ástandið sé „mjög alvarlegt“ í Petrinja eftir skjálftann í dag.