Aðildarríki Schengen-samstarfsins samþykktu í gær umsókn Króatíu. Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, kom í veg fyrir að umsókn Búlgaríu og Rúmeníu yrði samþykkt. Með því verður Króatía hluti af Schengen um áramótin á sama tíma og Króatar ganga inn í Evrópusambandið.

Ríki þurfa samþykki allra meðlima Schengen-ríkjanna til að fá aðild að samstarfinu og var fulltrúi Austurríkis mótfallinn inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu. Þá var Holland mótfallið inngöngu Búlgaríu.