Einungis einn frambjóðandi mun sækjast eftir kjöri til formanns Samfylkingarinnar. Það er Kristrún Frostadóttir, þingmaður flokksins.

Fresturinn til að bjóða sig fram rann út í hádeginu og hún ein skilaði inn framboði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Kristrún Frostadóttir greindi frá framboði sínu þann 19. ágúst og skilaði inn framboði á skrifstofu flokksins með tilheyrandi undirskriftum þann 14. október.

Kosningin um formannssætið mun fara fram á landsfundi Samfylkingarinnar, föstudaginn 28. október. Úrslitin verða tilkynnt í hátíðarsal á Grand Hótel.