„NEI, þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur á næstu mánuðum og árum með svona ömur­legum, nafn­lausum á­róðri.“

Þetta skrifar Krist­rún Frosta­dóttir, hag­fræðingur og fram­bjóðandi Sam­fylkingarinnar á sam­fé­lags­miðlinum Twitter og beinir hún orðum sínum að Við­skipta­blaðinu.

Í nafn­lausum rit­stjórnar­pistli í nýjasta tölu­blaði undir nafni Óðins er skotið föstum skotum að Krist­rúnu vegna gagn­rýni hennar í garð Ás­geirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra. Eins og Frétta­blaðið greindi frá gaf Krist­rún lítið fyrir skýringar Ás­geirs um að byggða­stefna Reykja­víkur hafi haft á­hrif til hækkunar á fast­eigna­verði.

„Það þarf ein­hver að segja STOPP og það geri ég núna. Við­skipta­blaðið, sem kallar sig frétta­miðil at­vinnu- og við­skipta­lífsins hefur staðið fyrir nafn­lausum á­róður­s­pistli, „Ó­ÐINN“, viku­lega,“ skrifar Krist­rún.

„Þar hefur hver konan á eftir annarri verið tekin fyrir, iðu­lega á mun svæsnari hátt en karlarnir sem eru frekar talaðir upp þarna sem „snillingar,“ skrifar hún og segir kollega sinn, Guð­rúnu John­sen hafa verið skot­spón sömu pistla í rúman ára­tug.

„Nú ætla þessir „snillingar“ greini­lega að byrja á mér. Ég held nú ekki,“ segir Krist­rún. Vitnað sé til um­mæla hennar í pistli Óðins þar sem orðið „stjörnu­hag­fræðingur“ kemur fyrir. Í pistlinum er Krist­rún sí­endur­tekið titluð sem slík.

„Guð hjálpi konu sem tekur undir já­kvæð um­mæli, hvað þá talar vel um sjálfa sig! Því­líkur hroka­gikkur, hvernig dettur mér þetta í hug? Það mætti halda að ég hafi ekkert gert síðasta ára­tug til afla mér þekkingar, Yale, Morgan Stanl­ey, aðal­hag­fræðingur. Stelpu­skjáta.“

Segir markmiðið að slá eignar­haldi á efna­hags­um­ræðuna

Í pistli Óðins er jafn­framt vikið að því komið hafi verið upp kaup­auka­kerfi í Kviku­banka, gamla vinnu­stað Krist­rúnar.

„Sem þó var ekki háð af­komu bankans né hvernig ein­staka starfs­menn stæðu sig. Þetta er vegna fá­rán­legra laga um starfs­menn fjár­mála­fyrir­tækja, sem eru einu starfs­menn fyrir­tækja landsins sem ekki mega fá bónus fyrir vel unnin störf nema með um­tals­verðum tak­mörkunum.

Þessar reglur voru settar af ríkis­stjórn Sam­fylkingarinnar og Vinstri grænna sem sat árin 2009-2013. Ekki er lík­legt að fylgið muni aukast ef kemur í ljós að stjörnu­hag­fræðingurinn hafi fengið á­skriftar­réttindi í bankanum og hagnast veru­lega á því.“

Krist­rún segir að hér sé verið að klína á sig þeirri mynd að hún sé ekki nægi­lega mikill jafnaðar­maður. „Það eru bara hægri menn sem mega sýsla með fé, taka á­hættu og eignast ein­hvern pening!“ skrifar Krist­rún.

„Hér er látið eins og ég sitji á ó­trú­legum auð­æfum, manneskja sem fékk ekkert fjár­hags­lega í vöggu­gjöf og er svo sannar­lega ekki að græða fjár­hags­lega á því að skipta um gír. Mark­miðið er aug­ljóst; að slá eignar­haldi hægri­manna og fólks með djúpa vasa á efna­hags­um­ræðuna,“ segir hún.

„Um leið og kandídat sem mark er á takandi í efna­hags­málum kemur úr ó­væntri átt, gengur í flokk á vinstri­síðunni og vill nýta þekkingu sína til góðs fyrir venju­legt fólk, þá þarf að halda þeim ein­stak­lingi niðri. Þetta er full­kom­lega fyrir­sjáan­legt svo sem.“

Ætlar ekki að breyta sér þó hún sé í fram­boði

Krist­rún segist hafa fengið sinn skerf af á­rásum vegna kyn­ferðis síns í gegnum tíðina. Fyrsta árið sitt í banka­geiranum hafi hún verið á­reitt af virtum við­skipta­vini fyrir framan kollega, sem hlegið hafi að at­burðinum og grínast með það.

Hún hafi setið undir hrút­skýringum og heyrt af slúðri karl­manna um sig út­frá kyn­ferði. Hún hafi þó látið heyra í sér á vett­vangi hag­fræðinnar, sem sé ein­stak­lega karl­læg grein.

„Ég ætla ekki að breyta mér þó ég sé í fram­boði. Ég ætla ekki að taka þátt í þöggun og leyfa þessum aðilum að halda á­fram nafn­lausum á­róðri. Mætið fólki mál­efna­lega, í það minnsta hafið kjarkinn til að skrifa undir nafni ef þið ætlið að lítils­virða. Skammist ykkar,“ skrifar Krist­rún.

„Þið fáið ekki að skapa á­fram „hosti­le“ um­hverfi fyrir konur í sviðs­ljósinu með þessum hætti. Ég vil sjá nýja kyn­slóð af fólki í pólitík, ungar konur sem þora að mæta sitjandi öflum, þora að setja ofan í hátt­setta karl­menn sem virðast geta sagt hvað sem er.

Það skiptir máli hverjir sitja á þingi fyrir þjóðina og það er ekki í lagi að ýta undir menningu sem heldur ungum konum frá mikil­vægri á­kvörðunar­töku og um­ræðu. Við­skipta­blaðið ætti að sjá sóma sinn í að styrkja konur á þessum vett­vangi frekar en niður­lægja.“