Krist­rún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar segir að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins þori ekki að mæta henni í Kast­ljósi í kvöld.

„Fjár­mála­ráð­herra þorir ekki að mæta mér í Kast­ljósi. Enda veit ráð­herra að hann hefur von­lausan mál­stað að verja í banka­sölu­málinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir Krist­rún á Face­book.

Til stóð að Krist­rún og Bjarni myndu mætast í Kast­ljósi, en Krist­rún segir að hann treysti sér ekki til þess.

„Vill ekki eiga orða­skipti við for­mann stjórnar­and­stöðu­flokks um banka­söluna í beinni sjón­varps­út­sendingu. Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Krist­rún.