Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar segir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins þori ekki að mæta henni í Kastljósi í kvöld.
„Fjármálaráðherra þorir ekki að mæta mér í Kastljósi. Enda veit ráðherra að hann hefur vonlausan málstað að verja í bankasölumálinu. Þetta veit öll þjóðin,“ segir Kristrún á Facebook.
Til stóð að Kristrún og Bjarni myndu mætast í Kastljósi, en Kristrún segir að hann treysti sér ekki til þess.
„Vill ekki eiga orðaskipti við formann stjórnarandstöðuflokks um bankasöluna í beinni sjónvarpsútsendingu. Þessu máli er engan veginn lokið,“ segir Kristrún.