Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, mætti um ellefuleytið í morgun í Álftamýrarskóla til að greiða atkvæði sitt í Alþingiskosningum 2021.

Landsmenn ganga að kjörborði í dag en kjörstaðir opnuðu klukkan 9 í morgun og loka klukkan 22 í kvöld. Hægt er að nálgast upplýsingar um kjörstað hvers og eins á vef Reykjavíkurborgar.

Samfylkingin verður með kosningakaffi og kvöldvöku í Gamla bíói og verður gleðin eða sorgin, eftir því hvernig gengur, opin almenningi. „Skemmtanaleyfið þar er til klukkan 1. Enginn bömmer hér. Gerum ráð fyrir góðri skemmtun þegar úrslitin birtast,“ skrifar Kristján Guy Burgess, kosningastjóri flokksins.