Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, kúplaði sig út úr kosningabrjálæði í smá stund og náði lokunum á úrslitaleik Víkings og Leiknis.
Kjördagurinn hefur verið skemmtilegur hjá Kristrúnu en hún hefur verið í kosningastemningu mest allan daginn. Hún stefnir á kosningavöku með Samfylkingunni í Gamla Bíói og fékk hana Maríönnu Pálsdóttur sminku á Hringbraut til að mála sig fyrir kvöldið.
„Æðislegur dagur hingað til og ég er mjög spennt fyrir kvöldinu,“ segir Kristrún. „Oftast fer ég mjög snemma að sofa en ég held það fari svolítið eftir spennustiginu í herberginu hvort að maður verði kominn í rúmið klukkan eitt þegar allt lokar eða hvort maður haldi sér vakandi.“