Krist­rún Frosta­dóttir, odd­viti Sam­fylkingarinnar í Reykja­víkur­kjör­dæmi suður, kúplaði sig út úr kosninga­brjál­æði í smá stund og náði lokunum á úr­slita­leik Víkings og Leiknis.

Kjör­dagurinn hefur verið skemmti­legur hjá Krist­rúnu en hún hefur verið í kosninga­stemningu mest allan daginn. Hún stefnir á kosninga­vöku með Sam­fylkingunni í Gamla Bíói og fékk hana Maríönnu Páls­dóttur sminku á Hring­braut til að mála sig fyrir kvöldið.

„Æðis­legur dagur hingað til og ég er mjög spennt fyrir kvöldinu,“ segir Krist­rún. „Oftast fer ég mjög snemma að sofa en ég held það fari svo­lítið eftir spennu­stiginu í her­berginu hvort að maður verði kominn í rúmið klukkan eitt þegar allt lokar eða hvort maður haldi sér vakandi.“