Kristmann Eiðsson, þýðandi og kennari er látinn 84 ára að aldri.

Hann lést úr Covid-19 á Landakoti þann 27. október síðastliðinn.

Kristmann hóf starfsferilinn sem blaðamaður á sjötta áratugnum en starfaði lengst af sem kennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík. Þá starfaði hann einnig sem þýðandi hjá Ríkisútvarpinu en hann hóf störf þar árið 1967. Hann þýddi mikið af vinsælum þáttum sem voru á dagskrá, þar á meðal Holocaust sem hann nefndi „Helförin“ og fann því nýyrði fyrir orðið á íslensku.

Kristmann lætur eftir sig fjögur börn, barnabörn og barnabarnabörn.