Kristján Þór Júlíus­son, sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra, segist í við­tali við RÚV þekkja Pál Stein­gríms­son, skip­stjóra Sam­herja, mjög vel og hafa verið í reglu­legum sam­skiptum við hann.

„Ég þekki Pál Stein­gríms­son mjög vel og hef marg­oft talað við Pál eins og marga aðra starfs­menn í þessu fyrir­tæki, eins og aðra kjós­endur í Norð­austur­kjör­dæmi eða annars staðar á landinu. Ég hef talað við trillu­karl hér og bónda þar og svo fram­vegis,“ segir Kristján Þór í við­tali við frétta­stofu RÚV.

Kristján Þór neitar þó að hafa átt í sam­skiptum við svo­kallaða skæru­liða­deild Sam­herja sem mikið hefur verið fjallað um undan­farið eftir að fjöl­miðlar greindu frá því að starfs­menn Sam­herja hafi haft uppi á­form um að hafa á­hrif á próf­kjör Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi og for­manns­kjör Blaða­manna­fé­lags Ís­lands.

„Ég þekki ekki hvernig og hvort slíkt skipu­lag hafi verið í gangi. Það mega allir hafa skoðanir á próf­kjörs­málum en ég stend ekki í slíku makki. Ég hef gefið það út að ég sé að hætta í pólitík og sé þarna fullt af góðum fram­bjóð­endum.“ segir Kristján Þór.

Hann segist þó ekki vera að hætta í stjórn­málum vegna Sam­herja­málsins og tekur fram að blaða­menn eigi sjálfir að fá að ráða hvern þeir velji til for­ystu í sínu stéttar­fé­lagi.

„Ég er búinn að gera grein fyrir því af hverju ég er að hætta í pólitík. Ég er búinn að vera hátt í fjóra ára­tugi í pólitík. Sumum þykir það nóg, aðrir vilja hafa mig lengur, eins og gengur. Ég er sjálfur á­gæt­lega sáttur og stend stoltur upp frá því,“ segir Kristán Þór.

Kærði þjófnað til lög­reglu meðan hann lá á spítala

Mikið hefur verið fjallað um Pál Stein­gríms­son, skip­stjóra Sam­herja, undan­farið en fram kom í gögnum sem Stundin og Kjarninn hafa undir höndum að leið­togar skæru­liða­deildar Sam­herja, lög­mennirnir Þor­björn Þórðar­son og Arna Bryn­dís McClu­re Bald­vins­dóttir, hafi skrifað og rit­stýrt greinum og um­mælum sem birt voru í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum undir nafni Páls.

Páll kærði þjófnað á síma til lög­reglunnar á Norður­landi eystra á meðan hann dvaldi á sjúkra­húsi vegna veikinda þar sem hann þurfti meðal annars að vera í öndunar­vél. Kristján Þór segist hafa þekkt Pál frá því hann var nemandi í Stýri­manna­skólanum á Dal­vík.

„Ég hef verið í sam­skiptum við Pál Stein­gríms­son sem ég þekki bara frá því að hann var nemandi í Stýri­manna­skólanum á Dal­vík eins og aðra íbúa í Norð­austur­kjör­dæmi. Ég hef aldrei verið í sam­skiptum við neina skæru­liða­deild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verk­lag,“ segir Kristján Þór.

Ekki náðist í Kristján Þór við vinnslu fréttarinnar.